*****

Við hjá PG startþjónustunni erum með mikið magn á lager af nýjum störturum og alternatorum þar sem úrvalið er alltaf að aukast. Eigum í flestar gerðir bíla, vinnuvéla, vörubíla og báta. Einnig seljum við líka flesta varahluti til að gera við alternatora og startara. PG þjónustan er með samstarfsamning við AS frá Póllandi. AS sérhæfir sig í að framleiða hágæða startara og alternatora. Einnig erum við með samning við HC-Cargo í Danmörku og getum útvegað gæða vörur frá þeim yfirleitt á sólarhring.