Þetta er fyrir og eftir mynd

PG startþjónustan sérhæfir sig í alternatora- og startaraviðgerðum. Við höfum áralanga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Við erum með prufubekk þar sem allir hlutir sem fara í viðgerð eru prófaðir til að tryggja að allt sé í lagi. Þess má geta að það er líka tveggja ára neytenda ábyrgð á öllum þeim hlutum sem við gerum við og eins árs ábyrgð fyrir atvinnutæki.